Kári Steinn og Jóhanna sigruðu í Hlauparöð FH og Atlantsolíu

 

Mjög góð þátttaka var í Hlauparöð FH og Atlantsolíu og komu hlaupar víða að. Hlaupin voru þrjú, í janúar, febrúar og mars en hlaupin var 5 km vegalengd. Hlaupið var frá Íþróttahúsinu við Strandgötu og eftir Strandstígnum og í átt að Álftanesveginum og til baka. Kári Steinn Karlsson úr ÍR sigraði í öllum þremur hlaupunum og Jóhanna Ólafs frá BootCamp var hröðust kvenna í öllu hlaupunum og sigruðu þau því í hlauparöðinni með fullt hús stiga.

 

Hlauparöðin hefur tryggt sig í sessi sem ein af eftirsóttum keppnum vetrarins en það er Hlaupahópur FH sem hefur vega og vanda að framkvæmdinni. Mjög fjölmennt var á uppskeruhátíð hlauparaðarinnar 9. apríl sl. þar sem verðlaun voru veitt, bæði í aldursflokkum og fyrir efstu karla og konur. Allir áttu möguleika á vinningi. Nöfn allra sem kepptu fóru í pott og þeir sem kepptu í öllum þremur hlaupunum áttu þrefalda möguleika á að vinna einhvern hinna gríðarlega mörgu útdráttarvinninga. Allir fengu kökur og pönnukökur og fögnuðu góðum árangri.

Heildarúrslit karla

1. Kári Steinn Karlsson, ÍR

2. Ingvar Hjartarson, Fjölnir

3. Arnar Ragnarsson, BootCamp

Heildarúrslit kvenna

1. Jóhanna Ólafs, KR Skokk

2. Þóra Gísladóttir, Hlaupahópi FH

3. Halla Ólafsdóttir, Hlaupahópi Sigga P

Karlar 0-14 ára

1. Halldór Máni Harðarson, FH

2. Eiríkur Viktorsson, FH

3. Unnar Steinn Sigurðsson, FH

Karlar 15-29 ára

1. Kári Steinn Karlsson, ÍR

2. Ingvar Hjartarson, Fjölni

3. Arnar Ragnarsson, BootCamp

Karlar 30-39 ára

1. Guðlaugur Eyjólfsson, Hermann

2. Ingvi D Snorrason,

3. Jósep Magnússon, Flandra

Karlar 40-49 ára

1. Steindór Eiríksson, ÍR

2. Snorri Gunnarsson, Hlaupasamtökum Lýðveldisins

3. Hörður J Halldórsson, Hlaupahópi FH

Karlar 50-59 ára

1. Pétur H Sigurðsson,

2. Albert K. Imsland, Hlaupahópi SPS

3. Friðrik Ármann Guðmundsson, Hlaupasamtökum lýðveldisins

Karlar 60+ ára

1. Árni Gústafsson, ÍR skokk

2. Vöggur Clausen Magnússon, Vinum Helgu

3. Heimir Aðalsteinsson, Hlaupahópi FH

Konur 0-14 ára

1. Dagbjört Bjarnadóttir, FH

2. Elfa Maren Hlynsdóttir

3. Ísey Sævarsdóttir, Stjörnunni

Konur 15-29 ára

1. Halla Ólafsdóttir, Hlaupahópi Sigga P

2. Þórhildur Hafsteinsdóttir, Hlaupahópi HÍ

3. Bylgja Dögg Sigmarsdóttir, KR skokki

Konur 30-39 ára

1. Jóhanna Ólafs, KR Skokki

2. Þóra Gíslad&oac