Við FH-ingar höfum tekið upp þann góða sið að hittast í hádeginu síðasta föstudag hvers mánaðar í Kaplakrika / Sjónarhóli. En að þessu sinni hittumst við á fimmtudegi þar sem föstudagurinn hittir uppá frídag.

Næsti hittingur er núna á fimmtudaginn 30.apríl klukkan 12:00 og í boði verður súpa og brauð á aðeins 500 krónur.

Heimir Guðjónsson, þjálfari meistaraflokks karla mun fara yfir komandi tímabil í fótboltanum.

Vonumst til að sjá sem flesta og eiga saman notalega stund í Krikanum.