Kæru FH-ingar

Mikilvægar upplýsingar:

Þær breytingar verða nú gerðar á starfi Bakhjarla að maturinn sem verið hefur í boði í hálfleik verður nú í boði fyrir leik ásamt því að einhver úr þjálfarateyminu mætir á svæðið og fer yfir leikinn sem framundan er. Með þessu vonumst við til þess að fleiri Bakhjarlar mæti tímanlega á völlinn og drekki í sig stemninguna. Í hálfleik verður boðið upp á kaffi ásamt veitingasölu.

Við minnum Bakhjarla á að verða sér úti um FH dælulykil hjá Atlantsolíu og tryggja sér þannig fastan 7 kr. afslátt af hverjum lítra.

Að lokum viljum við hvetja FH-inga til þess að breiða út boðskapinn og fá fleiri FH-inga til þess að skrá sig í hópinn. Skráning fer fram á http://www.fh.is/BakhjarlFH/Bakhjarl/

Þeir sem hafa þegar skráð sig í Bakhjarla geta sótt kortin sín á laugardag milli 11:00 og 14:00 á skrifstofu Knattspyrnudeildar í Kaplakrika.

Sjáumst á vellinum í sumar,

Áfram FH!