Hvar: Kaplakrikavöllur   Hvenær: Sunnudaginn 31. maí klukkan 19:15   Mótherji: Leiknir Reykjavík

FH er á toppnum eftir fimm umferðir í Pepsi-deild karla og það er nákvæmlega staðurinn sem Fimleikafélagið vill vera á þegar mótið klárast í byrjun október. Næsti leikur er erfiður leikur, en þá koma nýliðar Leiknis í heimsókn. Leiknismenn hafa farið afar vel af stað og eru til að mynda með átta stig eftir fyrstu fimm leikina. Stuðningurinn var mjög góður í síðasta leik og vonandi verður áframhald á honum því strákarnir þurfa svo sannarlega á stuðningnum að halda. Allir á völlinn og áfram FH!

Pyngjan 

Í lokinn viljum við benda FH-ingum á að nú geta allir sleppt við það að standa í miðasölu röð á leikdag. Pyngjan er ný greiðsluleið fyrir Pepsi-deildina. Nú er hægt að nota Pyngjuna sem er app til að kaupa miða á heimaleiki nokkurra félaga í Pepsi-deild karla og er Fh þar á meðal. Hér er hægt að kynna sér þetta betur. 

 

11014939_921601731196372_4605329185026370183_n

FH – Radio 

Okkar menn í FH – Radio verða að sjálfsögðu á vellinum á morgun þegar FH mætir ÍA. 
Slóð á útsendinguna er á facebook síðu FHingar.net  

 

IMG_2124

 

Leikmannahópur Leiknis:
1. Arnar Freyr Ólafsson 
2. Skúli Bragason 
3. Eiríkur Ingi Magnusson 
4. Halldór Kristinn Halldórsson 
5. Edvard B. Ottharsson 
6. Ólafur Hrannar Kristjánsson 
7. Atli Arnarson 
8. Sindri Björnsson 
9. Kolbeinn Kárason 
10. Fannar Arnarsson 
11. Brynjar Hlöðversson 
15. Kristján Páll Jónsson 
18. Elvar Páll Sigurðsson 
20. Óttar Bjarni Guðmundsson 
21. Hilmar Árni Halldórsson 
22. Eyjólfur Tómasson 
23. Gestur Ingi Harðarson 
25. Daði Bærings Halldórsson 
26. Hrannar Jónsson 
27. Magnús Már Einarsson 
30. Charley Fómen  

 

Síðustu 6 viðureignir liðanna í efstu deild:
FH og Leiknir hafa aldrei mæst í efstu deild.