arðar Svansson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH. Garðar kemur frá HK þar sem hann hefur alið manninn en mun nú leika með FH næstu þrjú árin.

Frábærar fréttir fyrir okkur FH-inga sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskriftina. Garðar var eftirsóttur af liðum í Olísdeildinni og það er ánægjulegt að hann hafi valið FH. Garðar kemur náttúrulega úr félagi sem er stolt Kópavogsbæjar og því ekki úr vegi að velja félag sem er stolt Hafnarfjarðar segir Ásgeir ennfremur á léttum nótum í sólinni í Hafnarfirði í dag. Garðar mun geta leyst margar stöður fyrir okkur, markmiðið er að styrkja hópinn ennfrekar, við ætlum langt næstu árin. Garðar er framtíðarleikmaður hjá FH sem á eftir að láta til sín taka.