Jón Bjarni Ólafsson og Þorgeir Björnsson skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH.

Þorgeir sem er hornamaður spilaði seinni hluta tímabilsins í fyrra með meistaraflokki og stóð sig vel og Jón Bjarni er ein efnilegasta vinstri handar skytta landsins sem mun koma inn í meistaraflokkshópinn næsta tímabil.

Strákarnir sem fæddir eru 1995 urðu Íslandsmeistarar með 2. flokki FH síðastliðið tímabil.

 

Stjórn handknattleiksdeildar FH óskar drengjunum til hamingju með samninginn