Mótherji: Stjarnan    Hvar: Kaplakrikavöllur   Hvenær: Mánudaginn 17.ágúst kl 18:30

Næsti leikur er á mánudaginn gegn Stjörnunni. FH er á toppnum eftir fimmtán umferðir í Pepsi-deild karla og er það nákvæmlega staðurinn sem Fimleikafélagið vill vera á þegar mótið klárast í byrjun október. Í Bakhjarlaherberginu verða veitingar í boði fyrir leik og í hálfleik verður boðið uppá kaffi.  Stuðningurinn hefur verið mjög góður í sumar og vonandi verður áframhald á honum því strákarnir þurfa svo sannarlega á stuðningnum að halda. Við viljum hvetja FH-inga til að fjölmenna og láta vel í sér heyra! Áfram FH!

 

11014939_921601731196372_4605329185026370183_n

Pyngjan 

Í lokinn viljum við benda FH-ingum á að nú geta allir sleppt við það að standa í miðasölu röð á leikdag. Pyngjan er ný greiðsluleið fyrir Pepsi-deildina. Nú er hægt að nota Pyngjuna sem er app til að kaupa miða á heimaleiki nokkurra félaga í Pepsi-deild karla og er FH þar á meðal. Hér er hægt að kynna sér þetta betur. 

 

 IMG_2124

FH – Radio 

Okkar menn í FH – Radio verða að sjálfsögðu á vellinum þegar FH mætir Stjörnunni. 
Slóð á útsendinguna er á facebook síðu FHingar.net