Mótherji: Fjölnir    Hvar: Kaplakrikavöllur   Hvenær: Laugardaginn 26.sept klukkan 14:00  

Kæru FH-ingar. Á laugardaginn getur FH unnið Íslandsmeistaratitilinn í sjöunda skipti, en með sigri á Fjölni kemur bikarinn heim – þar sem hann á heima. Hann hefur verið of lengi í burtu og eru allir staðráðnir í því að koma honum aftur heim. Hjálpumst að – flykkjumst á völlinn og hvetjum strákana til sigurs! ÁFRAM FH!

Forsala miða fer fram á Ölhúsinu frá og með fimmtudeginum 24.sept. 

Fyrir leikinn verða Bjarki Ben og Krissi ásamt aðstoðarþjálfurum með knattþrautir í Risanum frá kl 12:30 til 13:30. Við vonumst til að sjá sem flesta og í FH búningum og fara svo beint á völlinn. Leikmenn úr meistaraflokki karla munu í kíkja í heimsókn í Risann. 

 

IMG_2124

FH – Radio 

Okkar menn í FH – Radio verða að sjálfsögðu á vellinum á laugardaginn þegar FH mætir Fjölnir.  
Slóð á útsendinguna er á facebook síðu FHingar.net 

11014939_921601731196372_4605329185026370183_n
Pyngjan 

Í lokinn viljum við benda FH-ingum á að nú geta allir sleppt við það að standa í miðasölu röð á leikdag. Pyngjan er ný greiðsluleið fyrir Pepsi-deildina. Nú er hægt að nota Pyngjuna sem er app til að kaupa miða á heimaleiki nokkurra félaga í Pepsi-deild karla og er FH þar á meðal. Hér er hægt að kynna sér þetta betur.