Bergsveinn Ólafsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við FH. Bergsveinn kemur frá uppeldisfélagi sínu Fjölni þar sem hann hefur verið fyrirliði síðustu ár. Bergsveinn á að baki 116 leiki í meistaraflokki fyrir Fjölni og skorað í þeim 8 mörk. Hjá FH eru menn gríðarlega ánægðir með þessa niðurstöðu og binda FH-ingar miklar vonir við komu Bergsveins.

IMG_4432