Síðastliðin laugardag var nýtt knatthús okkar FH-inga Dvergurinn formlega tekið í notkun. Við erum ákaflega stolt af húsinu, en Dvergurinn mun þjónusta okkar yngstu iðkendur.

20151017-DSC_7911

Húsið er 51metra á lengd og 25 metrar á breidd. Húsið verður með hitablásurum og klætt tvöföldum dúk svo það mun aldrei verða kaldara en 8° yfir veturinn. Á opnunarhátíðinni tóku iðkendur í 8.flokki fyrstu spyrnuna í húsinu og svo fór fram stuttur leikur milli okkar yngstu iðkenda.

20151017-DSC_7897

 

Það er mikið gleðiefni að húsið sé nú loks komið í notkun. Svona hús er ekki byggt án aðkomu margra góðra FH-inga og eigum við að vera þakklát fyrir hve margir eru tilbúnir að styðja við þetta góða starf sem er unnið hér í Krikanum.

 

20151017-DSC_7894

 

 

Hér koma nokkrar myndir frá byggingu Dvergsins

Þessir ungu FH-ingar tóku fyrstu skóflustunguna að húsinu 4.október 2015. 

photo 2

 

IMG_3487

IMG_4210