Þórdís Eva Steinsdóttir og Hilmar Örn Jónsson stóðu sig með glæsibrag um helgina. Þórdís, sem verður 16 ára í ár, keppti í 400m hlaupi og hljóp á 55,00 sek. Hún lenti í öðru sæti á eftir Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur FH sem hljóp á 54,83sek. Með þessum glæsilega árangri náði Þórdís Eva lágmarkinu á HM 19 ára og yngri sem fram fer 19.-24.júlí í Bydgoszcz í Póllandi.

Hilmar Örn, sem stundar nám og æfingar í Bandaríkjunum, keppti á sínu fyrsta háskólamóti á föstudaginn í Lexington, Kentucky. Þar sigraði hann glæsilega í 34 lbs lóðkasti og setti þar með Íslandsmet innanhúss í karlaflokki og flokki 20-22 ára pilta. Þar átti Eggert Bogason FH bestan árangur fyrir sem sett var 1986 í Louisiana. Hér fyrir neðan má sjá frekari upplýsingar um mótið og árangur Hilmars.

 

http://results.flotrack.org/2016/01-22-Kentucky/Web/Horz.php?EN=36&RN=1&D=1