Liðin hafa mæst þríveigis í vetur þar sem okkar menn hafa sigrað tvo leiki og Afturelding einn. 

FH.is kíkti á dögunum á æfingu hjá strákunum sem voru í óða önn að undirbúa sig fyrir komandi átök. Á æfingunni mátti glöggt sjá að menn eru tilbúnir í þetta verkefni.

Leikmenn liðsins kalla eftir stuðningi til allra FH-inga fyrir leikinn í kvöld sem hefst eins og áður sagði kl. 19.30.

Leikur tvö fer svo fram í Kaplakrika á sunnudaginn kl. 19.30, þar sem við verðum að sýna Mosfellingum að það er okkar heimavöllur þar sem ekkert er gefið.

Við öll í sameiningu getum myndað sömu stemmningu eins og við gerðum svo vel 2011, þegar við hömpuðum okkar nítjánda Íslandsmeistaratitli.

Mætum í hvítu og styðjum FH til sigurs!