Hið árlega og margrómaða Julefrokost FH verður laugardaginn 3. desember í Sjónarhól, veislusal okkar FH-inga. Kjötkompaníið sér að sjálfsögðu um hlaðborðið og eins og gestir síðustu ára ættu að vita þá er um algjöra flugeldasýningu að ræða. Uppselt hefur verið síðustu þrjú ár en einungis 250 miðar eru í boði. Nánari upplýsingar um skemmtiatriði koma á næstu dögum og í aðdraganda forsölu, en eins og alltaf þá er um að ræða einhverja af þekktustu skemmtikröftum landsins.

Miðaverð er 9.900 kr. en Muggarar og Bakhjarlar fá miðann á 9.000 kr. Forsalan hefst þriðjudaginn 1. nóv. í Kaplakrika, en þeir sem vilja kaupa 10 manna borð geta haft samband nú þegar og gengið frá pöntun á borði. 10 manna borð kostar 90.000 kr. Þeir sem vilja panta borð senda pöntun á fh.julefrokost@gmail.com eða sigurgeirarni@fh.is

julefrokost