Coca Cola bikar kvenna
Kaplakriki
Miðvikudagur 9. nóv. kl. 20.00
FH-Grótta

FH stelpurnar hafa heldur betur komið mörgum á óvart í 1. deildinni í vetur með mörgum glæsilegum sigrum og léttleikandi spilamennsku. Nú á miðvikudaginn fá þær sjálfa Íslandsmeistarana í heimsókn þegar Grótta mætir í Krikann í bikarkeppninni. Það er ljóst að þessi leikur verður erfiður en samt sem áður má segja að þetta sé kærkomin prófraun á okkur FH-inga.

Mætum í Krikann og styðjum stelpurnar! Áfram FH!

helstu2