FH á nokkra leikmenn í undirbúningshópum yngri landsliða Íslands, en alls eru sjö leikmenn sem verða að æfa með landsliðum Íslands á milli jóla og nýárs eða eftir áramótin.

Arnar Sigþórsson mun æfa með U17 ára landsliði Íslands sem æfir milli jóla og nýárs, en Arnar hefur staðið sig með prýði á undirbúningsæfingum og var því valinn í þennan hóp. Við óskum Arnari til hamingju með það.

Þær Aníta Dögg Guðmundsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða við æfingar með U17 ára landsliði kvenna, en Jörundur Áki Sveinsson er nýráðinn landsliðsþjálfari. Til hamingju með það stelpur.

Fjórar stelpur eru svo í U19-ára landsliðinu undir handleiðslu markvarðarins fyrrum, Þórðar Þórðarsonar, en það eru þær Guðný Árnadóttir, Rannveig Bjarnadóttir, Ingibjörg Rún Óladóttir og Melkorka Katrín Pétursdóttir. Óskum þessum stúlkum til hamingju.

Það er því ljóst að framtíðin er björt í Fimleikafélaginu bæði karla- og kvennamegin.