FH á fjórar stúlkur sem taka þátt í landsliðsæfingum U19 kvenna, en æfingarnar fara fram aðra helgi. Þjálfari landsliðsins er Skagamaðurinn, Þórður Þórðarson.

Þær Rannveig Bjarnadóttir, Ingibjörg Rún Óladóttir, Melkorka Katrín Pétursdóttir og Nadía Atladóttir voru allar valdnar frá FH, en þær hafa spilað með meistaraflokki undanfarin misseri.

Nadía skoraði meðal annars þrjú mörk í 7-0 sigri FH á Haukum á dögunum, en FH er með þrjú stig eftir fyrsta leikinn í Faxaflóamótinu.

Næsti leikur liðsins er gegn Breiðablik á morgun, klukkan 11:15, í Fífunni.