ithrottamadur

Á gamlársdag var valin íþróttakona og íþróttakarl FH í fyrsta skiptið í sögu félagsins. Íþróttakarl FH 2016 er Davíð Þór Viðarsson knattspyrnumaður, móðir hans Guðrún Bjarney Bjarnadóttir tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd , íþróttakona FH 2016 er Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona. Eru þau bæði vel að þessu komin og óskum við þeim innilega til hamingju.