Kæru FH-ingar!

Oft var þörf en nú er nauðsyn. FH leikur sinn mikilvægasta leik á tímabilinu en undanúrslit Coca Cola bikarsins verða n.k. föstudag.
Við FH-ingar eigum leik gegn Val kl: 17.15 í Laugardalshöllinni. Leikmenn og þjálfarateymi hafa lagt mikið á sig til að komast á þennan stað og nú þurfum við stuðning FH-inga til að koma okkur á næsta stað, sem er úrslitaleikurinn sjálfur. Það er gríðarlega mikilvægt að allir FH-ingar mæti í Laugardalshöllina á föstudag, upplifi frábæra stemmningu og skemmtun og hjálpi liðinu að ná markmiðum sínum.
Við viljum sjá alla FH fjölskylduna mæta í hvítu, skemmta sér saman og taka þátt í þessum hátíðarhöldum með okkur.
Forsla aðgöngumiða er í Kaplakrika í dag þriðjudag kl: 17.00-20.00.

VIÐ ERUM FH!

Sjáumst í Höllinni.

augl