Miðasala mánudag og þriðjudag frá 17-19 í Kaplakrika

Kvennakvöld FH mun fara fram föstudaginn 31. mars nk. í Sjónarhóli í Kaplakrika. Dagskrá kvöldsins er glæsileg og við hvetjum allar FH konur til þess að fjölmenna og skemmta sér í góðum félagsskap og styðja í leiðinni við bakið í á stelpunum í meistaraflokki kvenna. Miðaverð er 6.000 kr. og verður miðalasala opin í Krikanum mánudag og þriðjudag nk. frá kl. 17:00 – 19:00.

Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:00. Veislustjóri verður Sólmundur Hólm. Ræðukona kvöldsins er Anna Steinsen og tónlistaratriðin verða í höndum Frikka Dór og Elsu Rutar Leifsdóttur. Tískusýning verður frá Vila Clothes og dregið verður í lukkulínuleik. Ekki láta þig vanta á stórkostlegri FH skemmtun.

Áfram FH.