Breytingar á lögum sem var samþykkt á aðalfundi 30.mars 2016

vegna ábendinga  frá laganefnd ÍSÍ

 1. gr. Dagskrá á aðalfundum félagsdeilda.

Dagskrá aðalfunda deilda félagsins skal vera sem hér segir:

 1. Formaður deildar setur fundinn.
 2. Kosning fundarstjóra.
 3. Kosning fundarritara.
 4. Formaður deildar leggur fram skýrslu deildarstjórnar um starfsemina á liðnu starfsári.
 5. Lagðir fram til samþykktar endurskoðaðir reikningar deildarinnar fyrir liðið starfsár.
 6. a) Kosning formanns.
 7. b) Kosning helmings  stjórnarmanna,til tveggja ára í senn, sbr. 18. gr.
 8. c) Kosning fulltrúa á aðalfund félagsins samkvæmt 9. gr. og allt að fimm til vara.

 

 1. gr. Stofnun nýrrar félagsdeildar.

Komi fram óskir meðal félagsmanna um stofnun nýrra deilda innan félagsins skal aðalstjórn félagsins taka þær til athugunar. Ef aðalstjórn samþykkir stofnun nýrrar deildar skal aðalstjórn leggja samþykktina fyrir næsta aðalfund félagsins. Samþykki aðalfundurinn stofnun nýrrar deildar skal aðalstjórn félagsins sjá um undirbúning að stofnfundi sem fara skal fram samkvæmt ákvæðum laga þessara um aðalfundi deilda.

 

 1. gr. Gildistaka.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi FH 30.mars 2016 og öðlast þegar gildi, jafnframt eru úr gildi felld öll eldri lög félagsins.