Mikilvægasti leikur tímabilsins framundan. Núna ætlum við að tryggja okkur í úrslitin.

FH – Afturelding
Kaplakriki kl. 20.00
Húsið opnar kl. 18.30

Mætum og styðjum.

Dagskrá:

Grillið verður klárt 18.45
Hamborgarar frá Kjökompaníi, brauð frá Myllunni, grænmeti frá Sölufélagi Garðyrkjumanna og sósa frá E. Finnsson.

Á grillinu verða stórgrillararnir, stjörnurnar, fyrrverandi landsliðsmennirnir og MEISTARARNIR:

  • Bergsveinn Bergsveinson, einn albesti markvörður Íslands fyrr og síðar.
  • Sigurður „Stálmús“ Sveinsson, skotfastasti hornamaður Íslandssögunnar.
  • Guðjón „Gaui Árna“ Árnason, leikjahæsti leikmaður FH fyrr og síðar og fyrrv. fyrirliði FH
  • Hálfdán Karl Þórðarson, einn allra besti línumaður okkar FH-inga.

Boltaþrautir og andlitsmálun verða á sínum stað.

Sölubás með FH-treyjum (barna- og unglingatreyjur).

DJ-Krillmachine hleður í bestu lögin.

Ljósashow fyrir leik — ljósin koma að sjálfsögðu frá Hljóð X.

Sláarskot í leikhléum (vinningar frá ADIDAS og Atlantsolíu)

 

Aftureldingarmenn eru að gefa allt í botn og ætla að fjölmenna á leikinn á rútum — við þurfum á ÖLLU að halda!

SKYLDUMÆTING!

Mætum í hvítu – við erum FH!

FH-UMFA-leikur3