Tæplega 60 manns komu á Föstudagsfjör okkar FH inga í hádeginu í dag. Gestir voru Elvar Geir frá fotbolti.net, Höddi 433, Tómas frá Vísi og Logi Ólafs knattspyrnusérfræðingur. Fóru þeir yfir öll liðin í Pepsí deildinni,  styrkleika þeirra og veikleika og höfðu allir viðstaddir gaman af.