Heilir og sælir!

Þetta er ákall til ykkar kæru FH-ingar!

Við erum í dauðafæri að landa Íslandsmeistaratitlinum! Það þurfa ALLIR að mæta á morgun og styðja strákana til sigurs!

Ég veit það sjálfur hversu gríðarlega mikilvægt það er að hafa góðan stuðning í stúkunni – það getur skipt sköpum! Strákarnir munu leggja allt í sölurnar og það verðum við líka að gera!

Það er ekkert sem toppar stútfullan Kaplakrika, það veit ég og það vitið þið!

Sjáumst á morgun, þriðjudag! Koooma svo!

ÁFRAM FH
Sigurgeir Árni Ægisson
Framkvæmdastjóri hkd. FH

sigurgeir