Samkomulag hefur náðst við Árna Stefán Guðjónsson um að stjórna ungmennaliði FH á næsta tímabili. Félagið er gríðarlega ánægt að fá Árna Stefán í verkefnið enda hefur hann sýnt og sannað á síðustu árum hversu hæfur þjálfari hann er. Árni Stefán mun að auki halda áfram sem aðstoðarþjálfari mfl. karla en hann hefur verið Halldóri Jóhanni til halds og trausts síðustu ár.
st.arni
FH hefur einnig náð samkomulagi við Guðjón Árnason um að taka að sér þjálfun 3. flokks karla. Guðjón þarf vart að kynna enda goðsögn í Fimleikafélaginu. Hann er leikjahæsti leikmaður FH, fyrrverandi fyrirliði og landsliðsmaður, og margfaldur meistari. Það þarf vart að tíunda það hversu gríðarlega mikill fengur er að fá Gaua Árna aftur í þjálfarahóp FH enda einn allra öflugasti og reyndasti þjálfari félagsins.
gauiarna
Mikil áhersla verður lögð á samvinnu 3. flokks karla, ungmennaliðs FH og meistaraflokks FH á næsta tímabili og það er ein ástæða þess að félagið lagði mikil áhersla að fá þá Árna Stefán og Guðjón í verkefnin enda hafa þeir oft unnið saman hjá FH og náð frábærum árangri.
Frekari fréttir af þjálfaramálum FH eru væntanlegar.
VIÐ ERUM FH!