Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur framlengt samning sinn við FH og mun því
leika með liðinu í Olísdeildinni næsta vetur. Gísli er fæddur 1999 og er
einn efnilegasti handknattleiksmaður landsins.

„Það er ánægjulegt að Gísli Þorgeir verði áfram hjá okkur næsta vetur. Við
ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili sem var þó frábært tímabil
hjá okkur FH-ingum. Gísli er mjög stórt púsl í þeirri mynd sem við FH-ingar
sjáum fyrir okkur í lok næsta tímabils “ sagði Ásgeir Jónsson formaður
handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift dagsins.

Á myndinni má sjá Gísla Þorgeir og Ásgeir Jónsson handsala samninginn.

gislithk