Jón Bjarni Ólafsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH. Jón Bjarni er 22ja ára gamall og spilar hvoru tveggja hægri skyttu og línu. Auk þess er Jón Bjarni gríðarlega sterkur varnarmaður. „Við erum virkilega ánægðir með að halda Jóni Bjarna í okkar röðum“ sagði Sigurgeir Árni Ægisson, framkv.stj. hkd FH. „Önnur lið hafa verið að bera víurnar í Jón Bjarna síðustu vikur en hann ákvað að halda tryggð við félagið sitt. Hann er gríðarlega mikilvægur karakter í leikmannahópnum og tók miklum framförum á síðasta keppnistímabili enda leggur hann mikið á sig við æfingar. Við gerum miklar væntingar til þess að hann haldi áfram að bæta sig enda eru honum allir vegir færir“ sagði Sigurgeir Árni að lokum.

jon.bjarni