Yfirlýsing frá FH og Haukum

FH og Haukar fagna mjög framkominni tillögu um uppbyggingu knattspyrnumannvirkja í Hafnarfirði á næstu árum. Nái tillagan fram að ganga mun aðstaða félaganna til knattspyrnuiðkunar gerbreytast.  Aðstaðan er fyrir löngu sprungin og hefur engan veginn aukist í samræmi við fjölgun iðkenda. Í dag eru iðkendur knattspyrnu hjá félögunum í Hafnarfirði um 2000. Félögin hafa barist fyrir yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Hafnarfirði undanfarin ár og er þessi tillaga í samræmi við forgangsröðun ÍBH um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði.

Undirritaðir formenn Hauka og FH skora á bæjarfulltrúa í Hafnarfirði að styðja framkomna tillögu og vonast til að hún komist til framkvæmda sem allra fyrst.

Viðar Halldórsson, formaður FH

Samúel Guðmundsson, formaður Hauka