Á dögunum náðist samkomulag á milli hkd. FH og Guðmundar Pedersen um að hann verði aðstoðarþjálfari Roland Eradze hjá meistaraflokki kvenna og 3. flokki kvenna. Gummi Ped er öllum hnútum kunnugur hjá Fimleikafélaginu enda einn leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Auk þess er gamla markamaskínan hokin af þjálfarareynslu enda verið í fjölmörgum þjálfarastöðum hjá félaginu mörg undanfarin ár. Handknattleiksdeildin er gríðarlega ánægð með að fá Gumma í teymið og bindur miklar vonir við hans störf. Síðastliðinn vetur var Gummi annar þjálfari 4. flokks kvenna sem var Íslandsmeistari fyrir skömmu.

gummi