Góðir FH-ingar

Það má segja að verið sé að bera í bakkafullann lækinn þegar  ritað er og rætt um þá dapurlegu staðreynd hver aðstaða knattspyrnudeildar FH er í raun og veru.

Undanfarin ár hefur útlistun á bágri aðstöðu okkar  verið sem rauður þráður í skýrslu formanns sem og hefur þar verið talað um að umbætur séu rétt handan við hornið. Því miður hefur ekki neitt af þessu ræst nema það að við sjálf höfum byggt okkur eitt knatthús, þ.e. Dverginn.

Sú staðreynd að FH útvegi um 70% þeirrar æfingaaðstöðu sem við nýtum yfir vetrarmánuðina og að Hafnarfjarðarbær hefur ekki frá því 1999 komið að byggingu aðstöður fyrir knattspyrnudeild FH sýnir í raun þá stöðu sem við erum í.

Það var 2005 sem við tókum Risann í notkun, gerðum leigusamning við Hafnarfjarðarbæ það sem bærinn tók á leigu um 1250 tíma á ári, tíma sem nýta átti til æfinga. Hér var og er um að ræða einfaldann leigusamning þar sem bærin leigir ákveðinn fjölda tíma gegn leigugjaldi, gjaldi sem stendst og hefur staðist samanburð við leigugjald sambærilegrar aðstöðu. FH byggði húsið og hefur staðið straum af öllum byggingaskostnaði og um leið viðhaldi, nú síðast endurnýjum á gervigrasinu. Allar vangaveltur um að bærinn hafi í raun byggt þetta hús eru dauðar og ómerkar.

Við FHingar höfum síðan 2011 kynnt bæjaryfirvöldum á hvern hátt við teljum best að byggja upp þá aðstöðu sem við þurfum, aðstöðu sem er í samræmi við þann fjölda sem iðkar knattspyrnu innan okkar raða og í samræmi við þær framtíðaráætlanir sem við höfum gert. Allr þessar áætlanir ganga út á að fjárhagsleg aðkoma Hafnarfjarðarbæjar sé í raun hlutfallslega lítil, við höfum boðist til þess að eiga 90% í okkar húsum á móti 10% eign bæjarins. Það er með öllu óskiljanlegt að forráðamenn bæjarins hafa hafnað í öllu okkar hugmyndum og hafa í raun ekki komið fram með neinar hugmyndir sem á einhvern hátt geta leyst okkar vanda. Það má velta því fyrir sér hvað yfirvaldi bæjarins gengur til í þessum málum en víst er að ekki eru þau að hugsa um velferð og hagsmuni iðkenda knattspyrnudeldar FH.

Við héldum einn fund í júlí með foreldrum og forráðamönnum iðkenda í yngri flokkum og má segja að upplýsingar um hina raunverulegu stöðu okkar er varðar aðstöðu hafi komið flestum á óvart sem og sú staðreynd að ekki verður haldið áfram að óbreyttu.

Það er ætlun okkar í stjórn knattspyrnudeildar FH að halda stórann kynnirgarfund um þessi mál mánudaginn 28.ágúst n.k.. Það er okkur mikilvægt að allir þeir sem eiga iðkenda í yngriflokkum knattspyrnudeildar FH mæti þar og taki þátt í á hvern hátt við getum brugðist við þeirri stöðu sem við erum undir.

Við munum ná á næstu dögum birta þær upplýsingar sem við höfum yfir þetta mál þannig að fólk geti verið betur undirbúið undir fundinn.

 

Með FH kveðju

Jón Rúnar