Kæri FH-ingur.

Það styttist í að handboltinn hefjist og við FH-ingar byrjum með látum. Leikir við Dukla Prag í Evrópukeppninni verður okkar fyrsta verkefni en leikið verður úti í Prag 3 september og í Kaplakrika 9 september.
Þetta er gríðarlega spennandi og skemmtilegt verkefni en árangur okkar síðasta tímabil veitir rétt til þátttöku í keppninni.

Kostnaður við þátttöku er mikill og eru það leikmenn og þjálfarar sem greiða þennan kostnað alfarið sjálfir. Sala happadrættismiða er stór fjáröflun hópsins og hvet ég alla FH-inga til að styrkja strákana með kaupum á eins og einum-tveimur happadrættismiðum. Aðeins 2.000 kr miðinn.

Þetta er svo einfalt, þið bara hringið eða sendið skilaboð á leikmann eða þjálfara mfl karla og kaupið ykkur miða. Einnig er hægt að senda póst á sigurgeirarni@fh.is.

Takk fyrir að styrkja strákana.

Áfram FH,