Mótherji: Braga 
Hvar:
 Kaplakrika
Hvenær: Fimmtudaginn 17.ágúst – 17:45
Miðaverð: 2.000 kr og 1500 kr fyrir Bakhjarla

 

FH mætir Braga í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en leikið verður í Kaplakrika á fimmtudaginn 17. ágúst. Leikurinn hefst klukkan 17.45 og opnar húsið klukkan 16.45, en á FH-pallinum verða seldir sjóðandi heitir hamborgarar og líf og fjör. Með sigri úr þessari rimmu kemst FH í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en ljóst er að Braga er með gífurlega öflugt lið. Nú þurfa drengirnir á öllum stuðningi að halda sem völ er á og fara með góð úrslit í síðari rimmuna í Portúgal sem fer fram fimmtudaginn 24. ágúst. Miðaverð er 2000 krónur, 1500 krónur fyrir bakhjarla.