Mótherji: KR
Hvar: Kaplakrikavöllur
Hvenær: Fimmtudaginn 31.ágúst
Klukkan: 17:45

Það er komið að því. Stórleikur í Kaplakrika á fimmtudaginn kl 17:45 þegar KR kemur í heimsókn.

Leikurinn hefst klukkan 17:45. Klukkutíma fyrir leik verða eins og venjulega grillaðir FH hamborgarar og kaldir drykkir til sölu.

Kæru FH-ingar mætum tímanlega á völlinn að sjálfsögðu í hvítu og styðja liðið til sigurs í þessum
mikilvæga leik.

ÁFRAM FH!

BAKHJARLAR:
Salurinn opnar fyrir Bakhjarla klukkutíma fyrir leik þar sem matur verður í boði. Með þessu vonumst við til þess að fleiri Bakhjarlar mæti tímanlega á völlinn og drekki í sig stemninguna. Í hálfleik verður svo boðið upp á kaffi ásamt veitingasölu.

FH – Radio:
Okkar menn í FH – Radio verða að sjálfsögðu á vellinum á fimmtudaginn. Slóð á útsendinguna er á facebook síðu FHingar.net