Hrafnkelsmótið í golfi er haldið til minningar um Hrafnkel Kristjánsson íþróttafréttamann, fer fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði 24. september næstkomandi.

Skráning fer fram á golf.is: https://mitt.golf.is/pages/motaskra/upplysingarummot/?action=information&iw_language=is_IS

Hrafnkell starfaði sem íþróttafréttamaður hjá RÚV á árunum 2005-2009, en lést langt fyrir aldur fram í lok árs 2009. Allur ágóði af mótinu rennur í íþrótta- og styrktarsjóð barna Hrafnkels. Sjóðurinn styrkir árlega yngri flokka FH, en Hrafnkell æfði með félaginu og spilaði með meistaraflokki um árabil.