Fyrsta frjálsíþróttamót vetrarins fer fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika þann 4. nóvember nk. og fer fram frá 9:00-16:00.
Þrautabraut fyrir 6-9 ára byrjar klukkan 9:00 og gert ráð fyrir miklu fjöri og hamagangi.

Hefðbundið mót með keppnisgreinum fyrir 10-15 ára auk einstaka greina fyrir eldri keppendur hefst svo að þrautabrautinni lokinni – sjá nánar um greinar í tímaseðli:
http://mot.fri.is/MotFRI/SelectedCompetitionEvents.aspx…. Keppendum og þjálfurum er bent á að skrá sig og sín lið til leiks sem fyrst.

Biðlað er til foreldra og forráðamanna að starfa á mótinu eins og fyrri ár en mótið hefur undanfarin ár verið liður í fjáröflun deildarinnar. Þau ykkar sem hafið áhuga getið skráð ykkur með því að kommenta á Facebook-síðu FH (https://www.facebook.com/fhfrjalsar/) eða sendið póst á sillai777@gmail.com og látið vita hvort þið viljið vera 9:00-12:30 eða 12:00-16:00 (það þarf fleiri starfsmenn á fyrri vaktina), en svo má auðvitað vera líka allan daginn. Um leið og búið er að raða starfsmönnum niður á greinar og vaktir þá eru nánari upplýsingar sendar á ykkur. Úr fjölbreyttum störfum að velja, s.s. að mæla, raka, rita og starfa í veitingasölu og reynt verður að verða við óskum sem flestra.

 

Með kveðju

Stjórnin