Þórdís Elva Ágústsdóttir skrifaði fyrir helgi undir tveggja ára samning við FH en hún kemur til liðsins frá Haukum. Hún er fædd árið 2000 og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 41 leik með meistaraflokki Hauka og skorað í þeim 2 mörk. Þar af hefur hún spilað 17 leiki í úrvalsdeildinni. Þórdís á einnig að baki 7 landsleiki með u17 ára landsliði Íslands.

Þórdís var ánægð að lokinni undirskrift. „Mér líst mjög vel á að vera komin til FH. Það er greinilega metnaður hjá félaginu og ég er viss um að hér geti ég haldið áfram að bæta mig sem leikmann“.

Það er okkur FH-ingum gleðiefni að Þórdís Elva hafi valið að ganga til liðs við FH og vætnum mikils af henni á næstum árum hjá félaginu.

Áfram FH.