Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 og U16 karla hefur valið þá Einar Örn Harðarson, Baldur Loga Guðlaugsson og Jóhann Þór Arnarsson til að taka þátt í æfingahelgi með landsliðunum helgina 17-19.nóvember.

Baldur Logi og Einar Örn eru báðir í æfingahóp meistaraflokks karla og komu báðir við sögu með honum síðastliðið sumar.

Við óskum strákunum til hamingju og góðs gengis.

Áfram FH!