Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hóp Íslands sem leikur tvo vináttuleiki við Skotland 4. og 6. febrúar næst komandi. FH-ingarnir Andrea Marý Sigurjónsdóttir, Diljá Ýr Zomers og Helena Ósk Hálfdánardóttir eru í hópnum. Til hamingju stelpur og gangi ykkur vel.

Einnig er gaman að nefna það að þær Rannveig Bjarnadóttir og Aníta Dögg Guðmundsdóttir eru í æfingahóp U19 sem kemur saman 26.-28.janúar.