Íþróttaskóli FH hefur starfað frá árinu 1995 og er markmið hans að bjóða börnum á aldrinum 2-4 ára upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám sem tekur mið af þroskaþáttum barna. Við komum til með að vinna á stöðvum með fjölbreyttu hreyfiálagi þar sem börnin hafa kost á að svala hreyfiþörf sinni í jákvæðu og hlýlegu umhverfi. Skólatími er á laugardögum frá 9:30 – 10:30

Skráning á staðnum!