Baldur Logi Guðlaugsson skrifaði undir sinn fyrsta samning við FH í dag. Hann er fæddur árið 2002 og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir FH síðasta sumar gegn Víking R. Baldur Logi spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir U17 á dögunum og þótti standa sig vel. Við FH-ingar bindum miklar vonir við Baldur Loga í framtíðinni. #ViðerumFH