Aníta og Ragnheiður í FH

Aníta Theódórsdóttir og Ragnheiður Tómasdóttir, ungir og efnilegir leikmenn Stjörnunnar hafa skrifað undir samning við FH og munu því leika með FH í Grill 66 deildinni næsta tímabil.

FH ætlar sér stóra hluti næsta tímabil og er stefnan sett upp í Olísdeildina.  “Við erum að skoða frekari styrkingu fyrir meistaraflokk kvenna, það munu fleiri leikmenn koma í FH.”  sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift dagsins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Anítu, Ragnheiði og Roland þjálfara eftir undirskrift dagsins.

Velkomnar í FH Aníta og Ragnheiður