Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar FH boðar til félagsfundar mánudaginn 14.maí kl 20:00 í Kaplakrika.

Við erum orðin langþreytt á þeim vanda sem við búum við yfir vetratímann. Nú er svo komið að deildin er kominn langt yfir þolmörk og hefur félagið meðal annars verið að leigja aðstöðu af öðrum sveitafélögum meðal annars á Álftanesi og Breiðholti. Ef áframhaldandi aðstöðuvandi deildarinnar verður til staðar þarf að grípa til að gerða frá og með næsta hausti.

Foreldri og FH-ingur góður, ef þetta mál snertir þig eða þitt barn þá hvetjum við þig til að mæta.