Britney Cots, tvítug handknattleikskona frá Frakklandi hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild FH og mun leika með liðinu í Grill 66 deildinni næsta tímabil. Britney sem leikið hefur með liði Antibes undanfarin ár er fjölhæfur leikmaður, sterk bæði varnar og sóknarlega og kemur til með að styrkja lið FH mikið.

„Virkilega ánægjulega fréttir að búið sé að ganga frá þessu“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir undirskrift dagsins. „Britney kom til okkar í janúar síðastliðnum og æfði með liðinu í nokkra daga, kynntist aðeins andrúmsloftinu og félaginu okkar. Hún heillaðist af umhverfinu sem við bjóðum uppá og okkur leist mjög vel á það sem við sáum til hennar. Áhugi beggja aðila var þvi að láta þetta ganga upp og nú er það orðið að veruleika“ sagði Ásgeir ennfremur.

Velkomin í FH Britney.