Bakhjarl er stuðningsmannakerfi knattspyrnudeildar FH. Hugmyndin var að skapa einn stóran og góðan vettvang fyrir þá sem vilja styðja við bakið á rekstur knattspyrnudeildar FH.  Það verður eins áfram að hægt verður að dreifa greiðslunum yfir allt tímabilið sem er frá 1.maí til 30. apríl eða ganga frá þessu í einni greiðslu eða samkvæmt reikningi. Nema fyrir nýja leið sem heitir „Árskort“ það kort þarf að staðgreiða, það er á tilboði núna til næsta föstudags 4.maí á 16.000 kr eftir það mun kortið kosta 20.000 kr.

 

Ekki verður hægt að sækja kort á leikdag. 

Þessi stuðningur er ómetanlegur og hefur hjálpað deildinni að komast á þann stall sem hún er í dag og þar sem við viljum að FH sé, á toppnum. Það er því afar mikilvægt að við höfum fjölmennan og góðan hóp Bakhjarla sem styður við bakið á Knattspyrnudeildinni. Það er ekkert launungamál að rekstur knattspyrnudeildar FH hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og hjálpa þessar tekjur að brúa bilið yfir vetrarmánuðina þegar enginn aðgangseyri er fyrir hendi.

Þú sem Bakhjarl FH getur sagt stoltur frá því að þú sért meðlimur og styrktaraðili knattspyrnudeildar FH. Án fjöldans og stuðningsmanna FH værum við ekkert.

Við erum FH!

Hér eru þær leiðir sem hægt er að velja

Árskort:

 • Gildir sem aðgöngumiði fyrir einn á alla heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2018.
 • Verð: 16.000 kr til 4.maí eftir það 20.000 kr.
 • Kortið gildir ekki á bikar – eða evrópuleiki


Bakhjarlakort

 • 14 aðgöngumiðar á heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2018.
 • Aðgangur að Bakhjarlarými fyrir leik og í hálfleik. Þar sem boðið er uppá veitingar fyrir leik og kaffi í hálfleik.
 • Frí barnagæsla á meðan leik stendur í Kaplakrika.
 • Verð: 2.500 kr á mánuði eða 30.000 kr eingreiðsla.
 • Kortið gildir ekki á bikar – eða evrópuleiki

Platínumkort 

 • 22 aðgöngumiðar á heimaleiki meistaraflokks karla sumarið 2018.
 • Aðgangur að Bakhjarlarými fyrir leik og í hálfleik. Þar sem boðið er uppá veitingar fyrir leik og kaffi í hálfleik.
 • Frí barnagæsla á meðan leik stendur í Kaplakrika.
 • Gjöf frá FH
 • VIP miðar á Evrópuleiki í Kaplakrika
 • VIP á Evrópuleiki FH erlendis
 • Verð: 10.000 kr á mánuði eða 100.000 kr staðgreitt.
 • Kortið gildir ekki á bikar – eða evrópuleiki

Bakhjarlakort á heimaleiki meistaraflokks kvenna 

 • 12 miðar á heimaleiki meistaraflokks kvenna sumarið 2018.
 • Frítt kaffi fylgir á öllum leikjum.
 • Kortið gildir ekki á bikarleiki.
 • Verð: 10.000 kr