Í sumar mun handknattleiksdeildin bjóða upp á samtals 6 vikna handboltanámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-14 ára. Þetta er í fyrsta skipti sem FH býður upp á sumarhandboltanámskeið í þessu magni og vonum við svo sannarlega að handboltastrákar og -stelpur komi til með að nýta sér þetta tilboð og tryggja þannig að það festi sig í sessi til frambúðar. Kostnaði er haldið í lágmarki en vikan kostar aðeins kr. 5000. Lögð var áhersla á að yngri hópurinn, sem er eftir hádegi, hafi kost á því að ná heilsdags FH-námskeiði í sumar þar sem hann getur verið í knattspyrnuskólanum fyrir hádegi og handboltaskólanum eftir hádegi. Auk þess er í boði gæsla fyrir, eftir og á milli námskeiða fyrir þau börn sem það þurfa. Gleðilegt FH sumar! 🙂

 

Handboltaskóli FH sumarið 2018

Krakkar fæddir 2008-2012:

 • 1. námskeið: 11. – 15. júní
 • 2. námskeið: 18. – 22. júní
 • 3. námskeið: 25. – 29. júní
 • 4. námskeið: 2. – 6. júlí
 • 5. námskeið: 7. – 11. ágúst
 • 6. námskeið: 13. – 17. ágúst

Handboltaskólinn byrjar stundvíslega kl. 12:30 og stendur til kl. 15:00 fyrir 6-10 ára. Við mælumst til þess að krakkarnir taki með sér ávexti/hressingu/drykk til að fylla á orkubirgðirnar þegar æfing dagsins er hálfnuð. Boðið verður upp á gæslu í íþróttahúsinu frá kl. 12:00-12:30 og einnig frá kl. 15:00-16:00. Frjálst er að sækja krakkana hvenær sem er á milli 14:30-15:00. Gæslan er innifalin í verði.

Handboltaskólinn er hvoru tveggja ætlaður byrjendum í handbolta sem og þeim sem eru lengra komnir. Áhersla verður lögð á grunnþætti eins og kast, grip, fintur og samspil. Leikgreind og ákvörðunartaka verður einnig þjálfuð. Fyrst og fremst verða þó æfingarnar sniðnar að getu hvers og eins og lögð er mikil áhersla að leikgleðin verði í fyrirrúmi.

Verð fyrir hvert námskeið er aðeins kr. 5000. Systkinaafsláttur er 1000 kr. á barn. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 15. maí næstkomandi. Ef iðkandi kemst ekki alla dagana er gefinn kostur á að borga fyrir staka daga.

 

Handboltaskóli FH sumarið 2018

Krakkar fæddir 2004-2007:

 • 1. námskeið: 11. – 15. júní
 • 2. námskeið: 18. – 22. júní
 • 3. námskeið: 25. – 29. júní
 • 4. námskeið: 2. – 6. júlí
 • 5. námskeið: 7. – 11. ágúst
 • 6. námskeið: 13. – 17. ágúst

Handboltaskólinn byrjar stundvíslega kl. 9:45 og stendur til kl. 11:30 fyrir 11-14 ára. Við mælumst til þess að krakkarnir taki með sér ávexti/hressingu/drykk til að fylla á orkubirgðirnar þegar æfing dagsins er hálfnuð.

Áhersla handboltaskólans verður á skottækni, ákvörðunartöku, leikskilning og samspil. Einnig verður unnið mikið með að spila á háu tempói (mikill hraði og mikill kraftur) sem og að kenna lykilþætti góðs varnarleiks.

Verð fyrir hvert námskeið er kr. 5000. Systkinaafsláttur er 1000 kr. á barn. Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum NORA-kerfið og hefst 15. maí.