Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og þjálfari 2. flokks kvenna. Hún mun einnig sinna styrktarþjálfun hjá báðum flokkum. Bára var þjálfari 2. flokks kvenna á síðasta tímabili sem varð bikarmeistari. Einnig starfaði hún náið með þjálfarateymi meistaraflokks kvenna sl. sumar. Það er ánægjuefni fyrir okkur FH-inga að vera búnir að tryggja okkur starfskrafta Báru fyrir komandi keppnistímabil. #ViðerumFH