Guðmann Þórisson hefur gert tveggja ára samning við FH sem gildir út keppnistímabilið 2020. Guðmann er öllum FHingum vel kunnugur en þetta er í þriðja skiptið sem hann kemur til liðs við FH. Hann hefur spilað tæplega 50 leiki fyrir FH í deild og bikar og skorað í þeim 5 mörk ásamt því að hafa spilað 11 leiki í Evrópukeppni fyrir FH. Guðmann hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari með FH árin 2012 og 2015.

„Það er virkilega gaman að koma aftur í FH, í Kaplakrika er alltaf mikil metnaður og það líkar mér.“ segir Guðmann

Við bjóðum Guðmann hjartanlega velkominn aftur heim í Kaplakrika. #ViðerumFH