Guðlaugur Baldursson sem er okkur FHingum öllum góð kunnugur hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Laugi bætist inn í núverandi þjálfarateymi FH sem er skipað Ólafi Helga, Ásmundi og Eiríki markmannsþjálfara. Einnig mun Laugi koma að afreksþjálfun hjá félaginu og tengiliður þjálfara meistaraflokks niður í yngri flokka félagsins. Ásamt því hefur Ásmundur Haraldsson framlengt samning sinn sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og Eiríkur Þorvarðarson markmannsþjálfari. Við bjóðum Lauga velkominn aftur til starfa í Kaplakrika. #ViðerumFH