Í dag skrifaði FH undir samning við fjórar efnilegar knattspyrnukonur sem leika munu með liðinu á næsta keppnistímabili. Allar hafa þær þegar spilað sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk og eiga eftir leika stórt hlutverk í liðinu á næstu árum. Þetta eru þær Andrea Marý Sigurjónsdóttir, Valgerður Ósk Valsdóttir, Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Þórey Björk Eyþórsdóttir.

FH setur stefnuna á að vinna sér sæti aftur í Pepsí deildinni og þess vegna er það mjög ánægjulegt að þessir ungu og efnilegu leikmenn hafi ákveðið að taka slaginn með FH næsta sumar.

Áfram FH

#viðerumFH