Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið fyrri æfingahópinn fyrir Suðvesturland og eru FHingarnir Logi Hrafn Róbertsson og Róbert Thor Valdimarsson í hópnum sem æfir dagana 12.-13. október.

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið Baldur Loga Guðlaugsson í hópinn sem tekur þátt í undankeppni EM 2019, en riðillinn fer fram í Bosníu og Hersegóvínu. Í riðlinum eru, ásamt Íslandi, Bosnía og Hersegóvína, Gíbraltar og Úkraína.

Aníta Dögg Guðmundsdóttir er í U19 ára lið kvenna sem mætir Wales í dag þriðjudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2019, en leikið er í Armeníu. Leikurinn hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma. Í riðlinum eru einnig Belgía og Armenía.

Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 kvenna, hefur valið Þórdís Melsted í hópinn fyrri æfingahóp liðsins fyrir Suðvesturland og fara æfingarnar fram 12.-13. október.

 

Við óskum okkar fólki til hamingju og góðs gengis í sínum verkefnum. #ViðerumFH