Næsta miðvikudag, 5.desember kl 17:00 verður nýr keppnisbúningur hjá knattspyrnudeild FH kynntur í Kaplakrika, keppnistreyjan er eins í meistaraflokki og í yngri flokkum félagsins. Af því tilefni verða hátíðarhöld í Kaplakrika þar sem boðið verður uppá pylsur frá Pylsubarnum, Ís frá Valdís, Jón Jónsson og Friðrik Dór taka lagið, happdrætti og fleira. Við hvetjum alla iðkendur, foreldra og FH-inga til að mæta á svæðið. #ViðerumFH